| Sf. Gutt

Sammy Lee er ánægður

Sammy Lee hefur séð um aðallið Liverpool frá því Rafael Benítez veiktist og honum hefur farist það vel úr hendi. Sammy stjórnaði liðinu gegn Arsenal en það er búist við að Rafael Benítez snúi aftur til verka gegn Bolton í dag. Sammy er þó tilbúinn að stjórna Liverpool í dag gegn liðinu sem hann stýrði fyrri hluta síðustu leiktíðar.  

“Það eru engir auðveldir leikir í Úrvalsdeildinni. Fólk hefur verið að tala um að við höfum ekki leikið nógu vel á heimavelli en liðin sem hafa náð hagstæðum úrslitum hérna hafa verið vel skipulögð og mætt tilbúinn í slaginn. Við verðum bara að vera vissir um að við mætum enn betur undirbúnir og skipulagðir og náum völdum í leiknum.

Liverpool er nú í efsta sæti deildarinnar og Sammy fullvissar alla um að þar sé stefnan að vera áfram.

"Við erum að leggja gríðarlega hart að okkur til að halda stöðu okkar þar sem við erum núna. Núna tala allir um að vinna deildina en mér finnst við verða að einbeita okkur að því að vinna næsta leik okkar. Alla tíð, sem ég hef verið hér, hefur hugarfarið hér snúist um sigurvilja og samstöðu. Okkur finnst það afrek að vera í efsta sæti deildarinnar á jólum en við erum ekkert að gorta okkur af því. Við erum alltaf bjartsýnir hérna og við ætlum okkur að vinna titla og halda efsta sætinu. Hjá Liverpool er alltaf unnið að velgengni liðsins og við stefnum alltaf að því að vera bestir. Við erum Liverpool Football Club og við stefnum að sigri í hverjum einasta leik. Þess vegna kemur það okkur ekkert á óvart að við skulum vera í efsta sæti deildarinnar."

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan