| Grétar Magnússon

Eigum 80% möguleika á titlinum

Rafa Benítez segist trúa því að möguleikar liðsins á enska deildartitlinum séu 80% ef þeir séu enn á toppnum eftir jólatörnina.  Með sigri á Hull í dag getur liðið náð fjögurra stiga forystu um stund því Chelsea eiga leik á sunnudaginn.

Það hefur verið venja hjá liðinu undir stjórn Benítez að spila vel síðari hluta tímabilsins og er hann viss um að leikmenn sínir eigi möguleika á því að enda titilbiðina ef þeir geti gert vel gegn Hull, Arsenal, Bolton og Newcastle áður en nýja árið gengur í garð.

,,Seinni hluti tímabilsins er venjulega betri hjá okkur og þess vegna held ég að við getum unnið titilinn," sagði stjórinn.  ,,Það eru margir mikilvægir leikmenn sem eru ekki að spila núna og þeir verða góð viðbót fyrir okkur í kapphlaupinu að titlinum.  Við höfum mikið sjálfstraust, ef við getum bætt tvo eða þrjá hluti þá erum við líklegir."

,,Við erum á toppnum og stöndum okkur vel á útivöllum, við höfum bara gert mistök á heimavelli.  Augljóslega höfum við trúna því við erum með gæðaleikmenn.  Ef við erum ennþá á toppnum eftir jólatörnina þá eigum við enn meiri möguleika á því að vinna deildina.  Og nú þegar leikmenn eru að snúa aftur, þá verður seinni hlutinn betri hjá okkur."

,,Fyrir mánuði sagði ég að við þurftum að sanna eitthvað, en við erum að sanna það fyrir öllum að við getum.  Það má ekki gera mörg mistök.  En við erum á toppnum, það væri heimskulegt að segja núna að við getum ekki unnið titilinn."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan