| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Alonso: Við erum fullir sjálfstrausts
Xabi Alonso átti enn einn stórleikinn á tímabilinu í gær þegar Liverpool lagði Bolton á Reebok leikvanginum. Alonso lék stórt hlutverk á miðjunni hjá Liverpool, hann stjórnaði miðjunni eins og herforingi ásamt því að hann bjó til fullt af fínum sóknum með góðum sendingum.
Alonso segir að sjálfstraustið í liðinu vera mikið þessa stundina, liðið sé að leika vel og skora mörk.
"Við virðum alla andstæðinga okkar en við erum sjálfsöryggir þessa stundina, við erum að spila mjög vel, skora mörk og erum í góðri stöðu. Það er mikilvægt að vera við toppinn en við vitum að við verðum að halda uppteknum hætti ef við ætlum að vera þar í lok tímabilsins.
Í leiknum gegn Bolton hefðum við átt að skora fleiri mörk og kanski hefði sanngjarnari úrslit verið 3-1 eða 4-1, en það sem mestu máli skiptir eru stigin þrjú. Við verðum að halda þessum frammistöðum áfram." sagði Xabi Alonso.
Rafael Benítez segist vera mjög ánægður með frammistöðu Xabi það sem af er liðið tímabils og segir hann vera að nálgast sitt allra besta form.
"Hann er klárlega að leika vel. Hann lék einnig mjög vel á sínu fyrsta tímabili. Allt í lagi, nú hefur hann meira sjálfstraust og leikmennirnir í kringum hann eru kanski betri líka, eins og Steven Gerrard og Javier Mascherano. Það gerir það auðveldara fyrir miðjumennina þegar þeir hafa góðar hreyfingar frá leikmönnum eins og Fernando Torres og Robbie Keane í framlínunni." sagði Rafael Benítez.
Alonso segir að sjálfstraustið í liðinu vera mikið þessa stundina, liðið sé að leika vel og skora mörk.
"Við virðum alla andstæðinga okkar en við erum sjálfsöryggir þessa stundina, við erum að spila mjög vel, skora mörk og erum í góðri stöðu. Það er mikilvægt að vera við toppinn en við vitum að við verðum að halda uppteknum hætti ef við ætlum að vera þar í lok tímabilsins.
Í leiknum gegn Bolton hefðum við átt að skora fleiri mörk og kanski hefði sanngjarnari úrslit verið 3-1 eða 4-1, en það sem mestu máli skiptir eru stigin þrjú. Við verðum að halda þessum frammistöðum áfram." sagði Xabi Alonso.
Rafael Benítez segist vera mjög ánægður með frammistöðu Xabi það sem af er liðið tímabils og segir hann vera að nálgast sitt allra besta form.
"Hann er klárlega að leika vel. Hann lék einnig mjög vel á sínu fyrsta tímabili. Allt í lagi, nú hefur hann meira sjálfstraust og leikmennirnir í kringum hann eru kanski betri líka, eins og Steven Gerrard og Javier Mascherano. Það gerir það auðveldara fyrir miðjumennina þegar þeir hafa góðar hreyfingar frá leikmönnum eins og Fernando Torres og Robbie Keane í framlínunni." sagði Rafael Benítez.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Fréttageymslan