Allt annað lið
Dirk Kuyt varar liðsfélaga sína við því að lið PSV Eindhoven sé mikið breytt frá því að liðin mættust í Meistaradeildinni tímabilið 2006-2007. Það tímabil mættust liðin fjórum sinnum án þess að PSV næði að koma boltanum í mark Liverpool.
Kuyt segir að Liverpool menn geti ekki gengið að neinu vísu nú þegar þeir undirbúa sig fyrir leikinn á miðvikudagskvöldið.
,,Þeir eru með mikið breytt lið síðan við spiluðum við þá síðast. Gomez, markvörðurinn þeirra er nú hjá Tottenham; Phillip Cocu hefur lagt skóna á hilluna og margir aðrir leikmenn eru farnir annað. Þeir eru allt annað lið en eru samt það besta í Hollandi. Þeir hafa unnið deildina sex sinnum í röð held ég, þannig að þeir eru mjög gott lið og við verðum að vera klárir."
Á meðan Liverpool landaði góðum sigri í Frakklandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar töpuðu PSV illa á heimavelli gegn Atletico Madrid 3-0. Kuyt segir að leikmenn Liverpool megi ekki misstíga sig nú eftir góða byrjun í riðlinum.
,,Við töluðum um að gera ekki sömu mistök og á síðasta ári (þegar liðið þurfti að vinna síðustu þrjá leikina í riðlinum) áður en við mættum Marseille. Maður vill ekki spila leiki í riðlinum eins og við gerðum í fyrra."
,,Maður vill komast áfram í 16-liða úrslitin eins fljótt og hægt er. Við yfirstigum risastóra hindrun með því að sigra Marseille á þeirra heimavelli og við vitum að við gætum lent í vandræðum ef við vinnum ekki PSV. Við verðum að einbeita okkur að þeim leik og muna að á síðasta tímabili töpuðum við á heimavelli gegn Marseille."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum