Steven er besti miðjumaður í heimi!
Rafael Benítez telur að Liverpool eigi besta miðjumann í víðri veröld. Sá heitir Steven Gerrard! Rafael er ekki vanur að hafa uppi stór orð um ágæti sinna manna og því er hér mikið sagt!
"Við erum lánsamir að hafa besta miðjumann í heimi í okkar röðum. Sem dæmi þá skorar hann frábær mörk sem fáir aðrir geta skorað. En hann getur skorað miklu fleiri mörk fyrir okkur. Kannski færi hann langt með að tvöfalda markskorun sína ef hann tæki vítaspyrnurnar líka! Um leið og hann verður búinn að skora 100. mark sitt læðum við því kannski að honum að stefna á 150 mörk. Þetta sýnir bara hversu góður hann er og yfir hvaða hæfileikum Steven Gerrard býr. Hann getur spilað alls staðar á vellinum og skorað frábær mörk. Ekki bara venjuleg mörk heldur líka stórglæsileg mörk. Það eru kannski bara tveir eða þrír leikmenn í öllum heiminum sem hefðu getað skorað svona mark eins og markið sem hann skoraði gegn Marseille. Hann skoraði aftur svona mark á æfingu í dag svo við vitum að hann getur skorað svona mark aftur."
Steven Gerrard er núna búinn að skora 99 mörk fyrir Liverpool. Hugsanlega kemur 100. mark hans fyrir Liverpool á morgun þegar Stoke City kemur í heimsókn á Anfield Road. En hvort sem markið kemur á morgun eða ekki þá mun það skila sér, nema þá að heimsendir sé í nánd, og það verður merkur áfangi fyrir Steven Gerrard. Eins verður það merkur áfangi hjá Liverpool því það eru ekki magir miðjumenn í sögu félagsins sem hafa skorað 100 mörk.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!