Rétti staðurinn!
Jamie Carragher var í skýjunum eftir sigur Liverpool á Manchester United í dag. Hann leiddi Liverpool sem fyrirliði og stóð sig með prýði í vörninni eins og hans er von og vísa. Sigurinn kom Liverpool í efsta sætið í deildinni og þar á liðið að vera!
"Þetta er alveg frábært. Það er alltof langt frá því við unnum þá síðast en þetta snýst ekki bara um stigin þrjú. Sigurinn er líka mikilvægur vegna þeirrar trúar og þess sjálfstrausts sem hann gefur okkur. Við vorum jú að leggja besta lið í Evrópu að velli. Sigurinn á að eftir að gefa okkur trú á að við við getum unnið öll lið deildarinnar."
"Við vonum núna að við getum haldið dampi til loka leiktíðarinnar. Sigurinn ætti að koma okkur í gang því við höfum ekki leikið of vel fram að þessu. Leikurinn í dag var sá besti hjá okkur hingað til."
"Félag eins og Liverpool á að vera á toppnum. Það er of langt um liðið frá því við höfum verið með í baráttunni í deildinni og augu allra hafa beinst að Man United og Chelsea. En sigurinn færir okkur svolítið frá United á stigatöflunni og núna erum við á toppnum í deildinni. Við sjáum til þegar leiktíðinni lýkur hvað þessi sigur færir okkur en vonandi gefur hann okkur hvatningu."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum