| HI

Liverpool-Standard Liege, tölfræði

Leikur Liverpool og Standard Liege fer fram í kvöld kl. 19:05 og verður að sjálfsögðu sýndur á Players. Búið er að taka staðinn í gegn og Maggi kokkur er kominn úr fríinu þannig að allir ættu að geta notið leiksins við bestu aðstæður. Við hvetjum alla Púllara til að mæta á Players og njóta leiksins.

En skoðum aðeins tölfræði tengda leiknum.

Í öllum Evrópukeppnum hefur Liverpool spilað 289 leiki - unnið 164, gert 62 jafntefli og tapað 63. Í keppninni um Evrópubikarinn hefur liðið spilað 158 leiki, unnið 92, gert 33 jafntefli og tapað 33.

Þetta er 36. árið sem Liverpool tekur þátt í Evrópukeppni, og það 19. sem liðið keppir um Evrópubikarinn.

Þetta verður í 6. sinn sem Liverpool spilar í undankeppni. Þeir hafa komist í riðlakeppnina í öll hin fimm skiptin, unnið 11 leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. Bæði töpin komu á Anfield (2004 gegn AK Graz og 2005 gegn CSKA Sofia) og báðir þessi leikir töpuðust 1-0.

Fyrst leikur Liverpool undir stjórn Rafa Benítez var í þessari forkeppni, og vann Liverpool þá AK Graz 2-0 á útivelli í ágúst 2004. Steven Gerrard skoraði bæði mörkin.

Á síðasta tímabili vann Liverpool stærsta heimasigur sinn í undankeppni meistaradeildarinnar þegar liðið vann Toulouse 4-0. Dirk Kuyt skoraði þá tvö mörk og Sami Hyypia og Peter Crouch hin tvö.

Dirk Kuyt skoraði sjö mörk í meistaradeildinni á síðasta tímabili og jafnaði þar með félagsmet í keppninni um Evrópubikrarinn. Roger Hunt, Steven Gerrard og Peter Crouch höfðu áður skorað sjö mörk.

Kuyt hefur skorað átta mörk í síðustu 14 leikjum sínum í Evrópukeppni. Það fyrsta kom í úrslitaleiknum í Aþenu í maí 2007.

Liverpool hefur unnið alla fmm leiki sína á Anfield gegn belgískum andstæðingum. Þeir hafa unnið Anderlecht þrisvar, FC Brügge einu sinni og gesti kvöldsins, Standard Liege, einu sinni.

Ef Liverpool skorar fjögur mörk ná þeir hundrað mörkum í meistaradeildinni undir stjórn Rafa Benítez. Ef þeir skora tvö hafa þeir náð fjögur hundruð mörkum undir hans stjórn í öllum keppnum.

Liverpool hefur skorað 16 þrennur í Evrópukeppni, Sú síðasta kom frá Yossi Benayoun gegn Besiktas í nóvember síðastliðnum.

Ef Sami Hyypia spilar þennan leik nær hann leikjafjölda John Arne Riise, sem hefur spilað 68 leiki í Evrópubikarnum fyrir Liverpool - aðeins Jamie Carragher hefur spilað fleiri leiki eða 76.

Dirk Kuyt spilar sinn 100. leik fyrir félagið í þessum leik ef hann kemur eitthvað við sögu.

Fernando Torres gæti spilað 50. leik sinn fyrir Liverpool í kvöld. Hann hefur skorað 34 mörk fyrir félagið. Aðeins George Allan hefur skorað fleiri mörk fyrir félagið í fyrstu fimmtíu leikjum sínum, eða 41. Því náði hann fyrir 111 árum.

Liverpool hefur tvisvar verið slegið út úr Evrópukeppni eftir að hafa forðast tap í fyrri leiknum á útivelli. Árið 1995 tapaði liðið fyrir Bröndby í UEFA-bikarnum eftir að fyrri leikurinn hafði verið markalsut. Árið 2003 vann Celtic 2-0 á Anfield í sömu keppni eftir 1-1 jafntefli í Glasgow.

Öll þrjú mörk Liverpool á þessu tímabili hafa komið eftir 83. mínútu leiksins.

Standard Liege hefur spilað 163 leiki í Evrópukeppninni, unnið 76, gert 37 jafntefli og tapað 50. Í keppninni um Evrópubikarinn hefur liðið spilað 43 leiki; unnið 23, gert 5 jafntefli og tapað 15.

Gælunafn Standar er Les Rouches, eða þeir rauðu. Þeir hafa níu sinum orðið belgískir meistarar og fimm sinnum bikarmeistarar.

Á síðasta tímabili urðu þeir belgískir meistarar í fyrsta sinn í 25 ár. Þeir voru sjö stigum á undan næsta liði, Anderlecht.

Þeir töpuðu aðeins einum deildarleik af 34. Ósigurinn kom eftir að þeir höfðu ekki tapað í 31 leik á tímabilinu og höfðu þegar tryggt sér titilinn.

Liðið fékk á sig fæst mörk í deildinni á tímabilinu, aðeins 19.

Ef liðið fær á sig tvö mörk í kvöld verða þau alls orðin tvö hundruð í Evrópukeppninni.

Þetta er í tíunda sinn sem liðið keppir um Evrópubikarinn. Þeir náðu sínum besta árangri á keppnistímabilinu 1961-62 þegar þeir komust í undanúrslit. Þar féllu þeir út fyrir Real Madrid sem þá voru með fræga kappa eins og Puskas og di Stefano í liðinu.

Eins og Liverpool hefur Standard komist í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa (sem ekki er til lengur) og tapað honum. Árið 1982 tapaði liðið fyrir Barcelona 2-1. Allan Simonsen skoraði þá fyrir Barcelona, rétt eins og hann gerði í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn fyrir fimm árum með Borussia Mönchengladbach.

Síðasta leikurinn í þessari keppni var á þarsíðasta tímabili þegar liðið tapaði fyrir Steua Búkarest í forkeppninni 4-3 samanlagt, eftir að fyrri leikurinn hafði endað með 2-2 jafntefli. Þetta er í eina skiptið sem þeir hafa tekið þátt í meistaradeildinni áður.

Í fyrra sló Zenit St. Pétursborg Standard úr UEFA-keppninni, en Zenit vann svo síðar keppnina. Standard tapaði fyrri leiknum á útivelli 3-0 og skoraði Andrei Arshavin tvö markanna. Seinni leikurinn fór svo 1-1. Martin Skrtel var í vörn Zenit í leiknum í Belgíu.

Serbinn Milan Jovanovic var kosinn knattspyrnumaður ársins í Belgíu á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 16 mörk í deildinni, þar af tvær þrennur.

Dieumerci Mbokani var kosinn besti leikmaður félagsins á síðasta tímabili.

Ronny Rosenthal spilaði í tvö ár með Standard áður en hann gekk til liðs við Liverpool árið 1990.

Meðal annarra fyrrum leikmanna Standard má nefna Nico Claesen (fyrrum leikmann Tottenham), Emile Mpenza (sem lék með Man. City), Robert Prosinecki, Arie Haan, Joseph Yobo og Björn Helge Riise, bróður John Arne. Ekki má svo gleyma því að Ásgeir Sigurvinsson lék með félaginu í níu ár, frá 1972-1981.

Michel Preud'homme stjórnaði liðinu til sigurs í deildinni í fyrra. Hann er nú þjálfari Gent.

Standard hefur aðeins einu sinni slegið út enskt lið í Evrópukeppni í sex tilraunum. Það var tímabilið 1963-64 þegar liðið sló út Arsenal 4-2 samanlagt í Fairs cup.

Síðan þá hafa Liverpool, Leeds (tvisvar), Manchester City og Arsenal slegið þá út. Þeir mættu Arsenal keppnistímabilið 1993-94 í Evrópukeppni bikarhafa og voru rótburstaðir 10-0 samanlagt.

Standard hefur aldrei unnið leik í Englandi. Þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum gegn Arsenal  1963 en síðan þá hafa þeir tapað fimm leikjum þar.

Þeir hafa fengið á sig ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum á Englandi - fjögur gegn Man. City og sjö gegn Arsenal.

Líkt og Liverpool hefur Standard unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni á yfirstandandi tímabili.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan