| Grétar Magnússon

Elskar Kop stúkuna

Fernando Torres segist hreinlega elska Kop stúkuna og er það vel skiljanlegt þar sem hann hefur skorað flest mörk sín á tímabilinu fyrir framan þessa sögufrægu stúku. Hann segir að mark sitt gegn Arsenal sé líklega það minnisstæðasta frá tímabilinu.

,,Ég veit ekki hvað gerir þetta mark svona sérstakt, en það er eitthvað við það að skora fyrir framan Kop stúkuna."

,,Stúkan er svo há, svo mikilfengleg.  Ég held að ég hafi skorað helming marka minna þarna.  Ég vona að ég haldi áfram að skora mikilvæg mörk þarna.  Það er tilkomumikið hversu mjög maður er virtur af fólkinu.  Það vill sjá mann spila í hverjum leik og það gerir það að verkum að manni finnst maður þurfa að sanna sig út á vellinum."

,,Það fyllir mig stolti að á stuttum tíma var búinn til söngur fyrir mig og hann er sunginn fyrir mig á nánast hverjum einasta leik.  Það er mikilvægt fyrir knattspyrnumann að vita að stuðningsmennirnir sjái hann sem einn af þeim."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan