| Sf. Gutt

Bannið stendur!

Javier Mascherano var dæmdur í þriggja leikja bann eftir brottreksturinn gegn Manchester United á Old Trafford um páskana. Hann fékk að vísu fyrst aðeins einn leik í bann því reglum samkvæmt fær leikmaður einn leik í bann fyrir tvö gul spjöld.

Knattspyrnuyfirvöldum þótti framkoma Argentínumannsins við brottreksturinn vítaverð í meira lagi og bætti tveimur leikjum við upphaflega bannið. Forráðamenn Liverpool voru ekki sáttir og áfrýjuðu banninu. Það kom fyrir ekki því nú hafa knattspyrnuyfirvöld staðfest þriggja leikja bann og það mun standa! Javier hefur nú þegar tekið út tvo leiki, gegn Everton og Arsenal, í leikbanni. Þriðji bannleikurinn verður nú um helgina þegar Liverpool tekur á móti Blackburn Rovers. 

Javier hefur þó, sem betur fer, sýnt iðrun eftir brottreksturinn. Hann bað liðsfélaga sína og stuðningsmenn Liverpool afsökunar á athæfi sínu. Hann borgaði svo sekt, sem forráðamenn Liverpool settu á hann, þegjandi og hljóðalaust. Mestu skiptir þó að Javier læri af mistökum þeim sem hann gerði á Old Trafford!

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan