Torres: Besta kvöld ferilsins
Fernando Torres segir að sigur Liverpool á Arsenal í gærkvöld hafi verið besta stundin á ferlinum. Fyrir utan sigurinn skoraði hann 29. mark sitt fyrir Liverpool.
"Þetta var sérstakt kvöld fyrir okkur vegna þeirrar miklu vinnu sem við lögðum á okkur. Það er mikið afrek fyrir okkur að skora fjögur mörk gegn mjög góðu liði og við erum allir stoltir af þessu. Þetta var magnaðasta kvöld ferils míns og ég kom til Liverpool til að upplifa svona kvöld. Þetta var ótrúlegt ! Mikill hraði í báðum liðum, stuðningsmennirnir, allt saman!"
Torres viðurkennir að hafa ekki verið bjartsýnn eftir að Arsenal jafnaði í 2-2. "Já, ég hélt að þetta væri búið. Það voru aðeins nokkrar mínútur eftir en með töfrum Anfield gátu leikmennirnir skorað tvö mörk í viðbót. Liverpool er einstakt. Þetta er einstakt lið, með einstökum stuðningsmönnum og borgin er líka einstök. Í dag er ég mjög ánægður með að búa í þessari borg og spila fyrir félagið."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!