Mascherano biðst afsökunar
Javier Mascherano hefur beðist formlega afsökunar á rauða spjaldinu gegn Manchester United og viðbrögðum sínum í kjölfar þess. Hann var dæmdur í þriggja leikja bann vegna þessa en Liverpool íhugar að áfrýja þeim úrskurði.
"Ég bið alla afsökunar. Ég gerði mistök og sé eftir þeim. Þetta var mín sök.
Ég er ekki grófur leikmaður og er ekki vanur því að sýna dómurum vanvirðingu. Mér dettur aðeins í hug að spennan í leiknum gegn Manchester United hafi haft áhrif á hegðun mína þennan dag. Þetta var ekki líkt mér og ég ætla ekki að nota það sem afsökun.
Það er slæmt þegar maður bregst félögum sínum og skilur þá eftir einum færri inni á vellinum, sérstaklega gegn Manchester United. Félagar mínir hafa þó stutt mig og stuðningsmennirnir líka, en það hefur ekki dregið úr sársaukanum sem hefur fylgt þessu. Þegar ég horfi á leikinn þá var rangt hjá mér að tala við dómarann. Ég skil að það var ekki góð hugmynd að gera það. Ég brást illa við rauða spjaldinu því að ég gat ekki trúað því sem var að gerast.
Ég verð að læra af þessu, en líka halda áfram og gleyma því sem gerðist. Ég vona að fólk viti að ég reyni að vera sanngjarn og ætla mér ekki að vera grófur. Ég verð að einbeita mér að leikjunum sem ég get spilað og hugsa um leikinn í meistaradeildinni. Við náðum góðum úrslitum gegn Arsenal og ég hlakka mikið til seinni leiksins.
Nú þarf ég að halda áfram en ekki gleyma því sem læra þarf af fortíðinni og leiknum gegn Manchester United. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig utan vallar. Ég hef ekki gert mikið af því að safna spjöldum en ég verð að sýna það aftur. Ég reyni alltaf að virða ákvarðanir dómarans og það er mikilvægt."
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!