| HI

Mascherano sektaður

Javier Mascherano hefur viðurkennt að hafa brotið af sér með viðbrögðum sínum eftir brottvísunina gegn Manchester United. Liverpool hefur sektað hann um tveggja vikna laun og hefur Mascherano sjálfur óskað eftir því að upphæðin fari til góðgerðarmála.

Hvað enska knattspyrnusambandið gerir í máli hans liggur hins vegar enn ekki fyrir. Hann á að mæta í skýrslutöku hjá sambandinu á fimmtudaginn kemur vegna málsins og eftir það kemur væntanlega í ljós hversu langt leikbann hann fær. Ljóst er að hann verður í leikbanni gegn Everton á sunnudaginn en hversu miklu verður bætt við er ekki ljóst.

Rafael Benítez sagði á blaðamannafundi í dag að Mascherano hefði beðist afsökunar og viðurkennt mistök sín. Um lengd bannsins sagði hann hins vegar: "Mascherano er frábær atvinnumaður og leikmaður félagsins hafði ekki hingað til fengið rautt spjald í deildinni í vetur. Þetta voru sérstakar aðstæður og allir voru undrandi en hann veit af mistökum sínum."

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan