Mark fjallar um stóra brottrekstrarmálið
Um fátt hefur meira verið talað síðustu dagana en brottrekstur Javer Mascherano á Old Trafford í páskarimmu Liverpool og Manchester United. Mark Lawrenson var á Old Trafford sem aðstoðarlýsandi í útvarpi. Hann hefur nú lagt orð í belg um stóra brottrekstrarmálið. Mark talar sig hér út um málið og dregur hvergi af sér. Mark var á Old Trafford
"Javier Mascherano átti sannarlega skilið af vera rekinn af velli eftir heimskulega framkomu sína og ég er alveg undrandi á því hvers vegna Rafael Benítez er að bera í bætifláka fyrir hann. Ég var að lýsa leiknum í útvarpi og við höfum litla sjónvarpsskjái hjá okkur. Á skjánum sá ég að Javier Mascherano, og það eftir að hann fékk fyrra gula spjaldið, var að röfla í Steve Bennett í hvert skipti sem dæmt var á liðið hans. Maður sá alveg í hvað stefndi.
Það sem gerir brottrekstur hans enn óskiljanlegri var að Liverpool átti aukaspyrnu. Þetta var ekki eins og heimamenn hefðu fengið ódýra vítaspyrnu fyrir framan Stretford End eða einhver ákvörðun dómarans hefði gefið Cristiano Ronaldo dauðafæri. Það var ekkert merkilegt að gerast. En um leið og Fernando Torres var bókaður fyrir að malda í móinn þá ákveður Javier Mascherano að koma æðandi og blanda sér í málið. Hvernig datt honum í hug að Steve Bennett myndi láta hann komast upp með mótmæli nokkrum sekúndum eftir að einn liðsfélagi hans var bókaður? Við hverju bjóst hann? Maður sá þá Steven Gerrard og Xabi Alonso reyna að stoppa hann af í því að fara að mótmæla því þeirri vissu að hann yrði rekinn af leikvelli ef hann héldi áfram að hamast í dómaranum. Ef þeir sáu í hvað stefndi af hverju áttaði Javier sig ekki á því? Af hverju áttaði framkvæmdastjórinn hans sig ekki heldur á í hvað stefndi? Rafael Benítez hefði átt að koma fram eftir leikinn og lýsa því yfir að umræddur leikmaður yrði gerður kauplaus í tvær vikur og láta hann svo biðja félaga sína og stuðningsmenn liðsins afsökunar á framferði sínu."
Þetta er brot úr grein sem birtist í staðarblaðinu Daily post.
Þess má geta að Javier Mascherano mun hafa beðið félaga sína afsökunar núna í vikunni. Hann segist þó ekki enn skilja hvers vegna hann var rekinn af velli! Líklega er hann einn um að hafa ekki áttað sig á því!
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!