Mascherano trúði þessu ekki
Javier Mascherano skilur enn ekki af hverju hann var rekinn af velli í leiknum gegn Manchester United á páskadag. Liverpool tapaði 3-0 en þó er mest rætt og ritað um brottrekstur Argentínumannsins.
Af sjónvarpsupptökum að dæma virðist Mascherano aðeins spyrja Steve Bennett, dómara leiksins, hvað sé að gerast áður en Bennett gaf honum sitt annað gula spjald. Upptökin af þessu öllu saman voru þau að Fernando Torres var sparkaður niður, ekki í fyrsta sinn í leiknum, og fékk hann gult spjald fyrir það að benda dómaranum á hversu harkalega meðferð hann væri að fá frá varnarmönnum United.
Eftir þetta var róðurinn erfiður fyrir Liverpool en Mascherano útskýrir hér hvað fór þeim á milli: ,,Ég veit ekki af hverju ég var rekinn útaf. Ég spurði dómarann hvað væri að gerast. Ég blótaði ekki, ég var ekki of ágengur og ég ógnaði honum ekki á neinn hátt."
,,Það eina sem ég spurði hann var hvað væri að gerast, ekkert annað. Svo þegar hann sýndi mér mitt annað gula spjald þá trúði ég því ekki. Ég er vonsvikinn vegna liðsfélaga minna vegna þess að þetta þýddi að við vorum manni færri sem gerði hlutina enn erfiðari fyrir okkur."
Mascherano verður í banni gegn Everton vegna þessa og mun hann því spila með argentínska landsliðinu í Egyptalandi í vikunni.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður