Harry Kewell farinn til æfinga með Áströlum
Harry Kewell hefur ekki komist í aðallið Liverpool að undanförnu. Hann ákvað því að biðja Rafael Benítez um leyfi til að fara til Austurlanda fjær í æfingabúðir með ástralska landsliðinu. Rafael gaf honum fararleyfi.
Reyndar er hér ekki um eiginlegt aðallandslið Ástrala því flestir í landsliðshópnum eru ungliðar. Harry taldi samt að hagsmunum sínum væri betur varið með því að reyna að koma sér í gang með hinum ungu löndum sínum frekar en að æfa með aðalliði Liverpool. Harry hefur ekki spilað með Liverpool frá því hann kom inn sem varamaður í bikarleiknum illræmda gegn Barnsley.
Harry Kewell var nú í vikunni orðaður við Glasgow Celtic og virðist nú allt útlit á að dagar Ástralans hjá Liverpool séu að verða taldir. Núverandi samningur hans við Liverpool rennur út í sumar.
-
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!