| HI

Sissoko til Juventus í vikulok?

Momo Sissoko býst við að samningar um félagaskipti hans frá Liverpool til Juventus verði frágengnir í vikulok. Samningaviðræður hafa staðið yfir nánast allan mánuðinn.

"Þetta verður klárt á næstu dögum," segir Sissoko í viðtali við Gazzetta dello Sport, en hann er nú með landsliði Malí í Afríkukeppninni sem fram fer þessa dagana. "Allt verður frágengið eftir þrjá daga, í mesta lagi fjóra. Ég veit að það hafa verið einhverjar hreyfingar en við verðum að bíða þolinmóðir.

Ég játa samt að það að klæðast treyju Juventus væri toppurinn fyrir mig. Ég hef verið aðdáandi liðsins síðan ég var barn því að þegar ég var ungur dáðist ég mikið að Zinedine Zidane. Ég hef líka haft dálæti á Alessandro Del Piero, frábær leikmaður." Sissoko segir það heldur ekki spilla fyrir að fá að starfa aftur með Claudio Ranieri, en Sissoko lék undir hans stjórn hjá Valencia.

Ástæðan fyrir félagaskiptunum er einföld: "Ég er ungur og vil spila. Ég er ekki að gera það hjá Liverpool. Ég er þakklátur Benítez fyrir það sem hann hefur gefið mér. En hlutirnir geta breyst í knattspyrnu."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan