| AB

Sissoko á förum eða hvað? UPPFÆRT

Samkvæmt franska fréttamiðlinum RMC eru samningaviðræður Liverpool og Juventus um Mohammed Sissoko á lokastigi en Liverpool Echo segir að svo sé ekki.

Sissoko segir RMC eftirfarandi: "Blaðamönnum langar að vita hvort ég hafi skrifað undir hjá Juventus. Viðræðurnar eru ekki frágengnar ennþá en eru á lokastigi. Ég er samningsbundinn Liverpool en næstu daga gæti það breyst. Ég vil leika fyrir svona frægt félag og glíma við nýja áskorun til að sýna getu mína."

UPPFÆRT: Nýjustu fregnir frá Liverpool Echo herma að Liverpool hafi ekki fengið opinbert tilboð frá Juventus í leikmanninn og þýðir viðtal Sissoko við RMC á þessa leið: "Ég er ánægður með að stórt félag eins og Juventus vilji mig. Ég vil nýja áskorun. Undanfarnir mánuðir hafa ekki gengið að óskum. Svona er boltinn og nú hef ég tækifæri á að fara annað og sanna getu mína."

Það er því ekki fullljóst hvort umræður við Juventus séu á lokastigi eða ekki eða hvort það sé yfirleitt tilboð á borðinu.

Mohammed Sissoko kom til Liverpool sumarið 2005 og vakti athygli fyrir vasklega frammistöðu sína. Hann hefur þó ekki tekið þeim framförum sem vonast var eftir og er kominn fyrir aftan Mascherano og jafnvel Lucas í goggunarröðinni á miðju Liverpool. Hann var nálægt því að ganga til liðs við Juventus í sumar en Juve fannst 12 milljón pund of hár verðmiði. Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, þekkir Sissoko vel frá því hann var þjálfari Valencia og segir hann vera frábæran leikmann sem myndi nýtast Juve vel.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan