| Sf. Gutt

Chris Kirkland er ekki ósáttur

Chris Kirkland vonast til þess að leika sinn fyrsta leik á Anfield Road í kvöld frá því að hann yfirgaf Liverpool. Ferill hans hjá Liverpool gekk ekki sem best en hann er samt ekki ósáttur við neinn hjá félaginu.

"Ég þarf ekki að sanna neitt þegar ég sný aftur á Anfield. Ég naut þess þegar ég var þar en ég varð að fara þaðan. Svona er knattspyrnan. Ég held samt að stuðningsmenn Liverpool eigi ekki of góðar minningar um mig því ég var nokkuð oft meiddur. Ég náði samt að spila um 50 leiki fyrir félagið.

Það sem svo gerðist er bara eins og lífið getur verið. Ég var oft meiddur en þegar ég var orðinn leikfær ákvað stjórinn að það væri best fyrir mig að færa mig um set. Ég er ekki bitur og ég sé alls ekki eftir því að hafa farið. Ég fór fyrst til West Brom og núna er ég hjá Wigan þar sem mér líður frábærlega.

Maður veit aldrei hvað hefði gerst ef ég hefði ekki verið svona mikið meiddur. Staðreyndin er bara sú að ég var mikið meiddur og meiðslin komu í veg fyrir að ég næði að sýna hvað í mér býr. Eins og ég sagði þá er ég ekki bitur. Ég vona bara að áhorfendur á Kop taki mér vel. Það væri gaman ef þeir gerðu það."

Chris var talinn efnilegasti markmaður á Englandi þegar hann kom til Liverpool sumarið 2001 en hann náði aldrei virkilega að sýna hvað í hann væri spunnið á meðan hann var hjá félaginu. Hann lék 45 leiki áður en hann. Chris er núna aðalmarkvörður Wigan og hefur staðið sig mjög vel með liðinu. Hann hefur þó aldrei náð að verða eins góður eins og talið var að hann yrði. Að minnsta kosti ekki ennþá.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan