| Arnar Magnús Róbertsson

Pepe: Verðum að vinna

Markvörðurinn José Reina er hér í léttu viðtali og talar hann um leikina gegn Porto og Marseille en einnig um vonbrigðin að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra gegn AC Milan í Aþenu.

Liverpool þurfa að vinna heima gegn Porto á miðvikudaginn og einnig Marseille á útivelli eftir tvær vikur.

Reina er samt mjög jákvæður.

"Við erum í þriðja sæti í riðlinum núna og þurfum að ná að vinna síðustu tvo leikina" sagði hinn 25 ára gamli Reina sem hefur ekki fengið á sig mark í fjórum leikjum.

"Það verður ekki auðvelt en ef við spilum okkar leik þá vitum við að það verður nóg."

"Við verðum að vinna leikinn gegn Marseille en við þurfum að hugsa fyrst um Porto. Það er enginn tilgangur að hugsa lengra en miðvikudagskvöldið"

"Þegar liðið vann bikarinn árið 2005, þá náði það aðeins tíu stigum, og það var nóg. Við verðum að stefna að því að ná því aftur og það mun líka vera nóg."

"Að við skyldum komast í úrslitin í fyrra ætti að hjálpa okkur. Við getum litið til baka og séð að við getum leyst þetta verkefni."

Jose Reina var leikmaður Villarreal þegar Liverpool unnu bikarinn í Istanbúl en hann var í liðinu í tapleiknum gegn AC Milan í fyrra í Aþenu. Það er lífsreynsla sem hann vill ekki upplifa aftur.

"Ég hef ekki horft á DVD diskinn, þetta gerðist og við töpuðum, ég hef gleymt því og held áfram mínu lífi."

"Fólk sagði að við vorum óheppnir í Aþenu en Milan vann. Ef við komumst í úrslitin aftur þá verðum við að vinna."

"En áður en við getum byrjað að hugsa um úrslitaleikinn verðum við að vinna þessa tvo næstu leiki gegn Porto og Marseille og ná því að komast í 16 liða úrslitin."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan