| AB

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Nú er lag eftir stórsigur á Besiktas og verður að fylgja eftir þessum magnaða leik á Anfield. Liverpool verður að breyta jafnteflum í deildinni í sigra áður en forskot Arsenal og Manchester United verður of stórt. Þess má geta að Fulham hefur söguna á móti sér því liðið hefur ALDREI unnið á Anfield í 26 tilraunum, tapað 19 leikjum og gert 7 jafntefli.

Hér er svo ágætt yfirlit yfir allar innbyrðisviðureignir liðanna.

Spá þýðanda: Liverpool 3 -0 Fulham

Liverpool gegn Fulham á síðustu sparktíð: Staðan var markalaus í hálfleik en þegar Liverpool sótti að Kop í síðari hálfleik gekk mun greiðlegra að koma boltanum í netið og meira að segja Jamie Carragher skoraði fyrsta deildarmark sitt á 21. öldinni!

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Fulham

Það var talað um örvæntingu í herbúðum Liverpool eftir jafnteflið gegn Blackburn um síðustu helgi. Fólk vill gjarnan gleyma því að Liverpool er enn ósigrað í deildinni og Rafa hefur úr mörgum leikmönnum að velja eftir glæsilega frammistöðu í síðasta leik.

Fulham vann góðan sigur á Reading í síðasta leik en ég veðja á Liverpool á heimavelli.

Úrskurður: Liverpool 2-0 Fulham

Yfirlit:

Í kjölfarið á nýjustu spá Lawrenson er fróðlegt að líta á hversu glöggur hann hefur verið á þessari leiktíð:

Aston Villa - Liverpool 1-2: Lawrenson 1-2. Nákvæmara gat það ekki verið.

Liverpool - Chelsea 1-1: Lawrenson 1-1. Aftur hitti Lawrenson naglann á höfuðið.

Sunderland - Liverpool 0-2: Lawrenson 0-2. Eftir þessi úrslit lá við að maður færi í næsta veðbanka til að veðja á rétta markatölu í leikjum Liverpool um leið og maður hafði fengið spádóm Lawrenson í hendurnar.

Liverpool - Derby 6-0: Lawrenson: 3-0. Fyrirsjáanleg úrslit.

Portsmouth - Liverpool 0-0: Lawrenson 1-1. Þó markatalan væri ekki rétt hafði Lawrenson rétt fyrir sér um jafnteflið.

Liverpool - Birmingham 0-0: Lawrenson 2-0. Loksins klikkaði Lawro en flestir bjuggust við sigri Liverpool.

Wigan - Liverpool 0-1: Lawrenson 0-2. Hann hafði rétt fyrir sér um útisigur.

Liverpool - Tottenham 2-2: Lawrenson 2-1. Hann bjóst við því að Liverpool myndi bregðast sterkt við eftir slakan árangur í Evrópukeppninni gegn Marseille en gerði ekki ráð fyrir sofandahætti varnarmanna Liverpool.

Everton - Liverpool 1-2: Lawrenson 1-1. Það munaði ekki miklu að spá hans rættist!

Liverpool - Arsenal 1-1: Lawrenson 1-1. Hann las rétt í spilin.

Blackburn - Liverpool 0-0. Lawrenson 1-1. Honum leist ekki á blikuna á erfiðum útivelli Blackburn.

Af þessu má lesa að Lawrenson er býsna talnaglöggur. Hann hefur spáð réttri markatölu í 4 af 11 leikjum og réttum úrslitum í 8 leikjum eða 72% tilvika sem verður að teljast ansi góður árangur!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan