| AB
Anfield býr sig undir endurkomu Robbie Fowler en Harry Kewell mun einnig eiga enn eina endurkomuna í kvöld gegn Cardiff í deildarbikarnum.
Kewell stóð sig mjög vel í síðasta varaliðsleik og og Benítez bíður spenntur eftir því að nota kappann: "Hann lék vel fyrir varaliðið og skoraði gott mark í síðustu viku. Hann er í leikmannahópnum fyrir leikinn í kvöld. Hann er fullur sjálfstrausts, æfir vel og ég er ánægður að sjá hann á fótum á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Harry Kewell býr yfir hraða, mikilli getu, reynslu, getur skorað mörk og leyst nokkrar stöður af hendi og er því eins og nýr leikmaður fyrir okkur.
Kewell er ekki sá eini sem fær verðugt tækifæri í kvöld: "Við verðum að fara varlega því við höfum misst marga leikmenn í meiðsli svo að við verðum að sjá til hverjir leika. Lucas Leiva, Sebastian Leto og Fabio Aurelio munu spila. Ég veit ekki hversu marga leikmenn við notum úr varaliðinu, en ég veit að ég þarf á nokkrum aðalliðsmönnum að halda."
Hér til hliðar má sjá mynd af Kewell sem unglingi og auðvitað er verið að hlúa að honum vegna meiðsla!
TIL BAKA
Harry Kewell snýr aftur!

Kewell stóð sig mjög vel í síðasta varaliðsleik og og Benítez bíður spenntur eftir því að nota kappann: "Hann lék vel fyrir varaliðið og skoraði gott mark í síðustu viku. Hann er í leikmannahópnum fyrir leikinn í kvöld. Hann er fullur sjálfstrausts, æfir vel og ég er ánægður að sjá hann á fótum á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Harry Kewell býr yfir hraða, mikilli getu, reynslu, getur skorað mörk og leyst nokkrar stöður af hendi og er því eins og nýr leikmaður fyrir okkur.
Kewell er ekki sá eini sem fær verðugt tækifæri í kvöld: "Við verðum að fara varlega því við höfum misst marga leikmenn í meiðsli svo að við verðum að sjá til hverjir leika. Lucas Leiva, Sebastian Leto og Fabio Aurelio munu spila. Ég veit ekki hversu marga leikmenn við notum úr varaliðinu, en ég veit að ég þarf á nokkrum aðalliðsmönnum að halda."
Hér til hliðar má sjá mynd af Kewell sem unglingi og auðvitað er verið að hlúa að honum vegna meiðsla!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Fréttageymslan