Sigurinn skiptir miklu
Markaskorari gærdagsins, Dirk Kuyt, segir að sigur á nágrönnunum í Everton sé gríðarlega þýðingarmikill og muni nýtast leikmönnum vel í leikjunum gegn Besiktas og Arsenal.
Hollendingurinn sterki hélt ró sinni á vítapunktinum og skoraði úr tveimur vítaspyrnum. Það má því segja að Liverpool hafi hefnt fyrir niðurlægjandi 3-0 tap á Goodison Park á síðustu leiktíð.
,,Að vinna sigur á lokamínútunum er mjög þýðingarmikið," sagði Kuyt. ,,Við erum að ná góðum úrslitum á útivöllum, þetta var stórleikur og við vorum ekki búnir að gleyma því hvað gerðist á síðasta tímabili."
,,Við vildum klárlega fá eitthvað út úr þessum leik í þetta skiptið. Við sýndum að við erum með betra lið nú vegna þess að við spiluðum betur."
Dirk Kuyt segir að nágrannaslagurinn hafi sett aukinn kraft í þá leikmenn sem eru innfæddir en áréttaði að þetta er leikur sem skiptir alla máli sem tengjast Liverpool. Eitthvað sem mátti greinilega sjá í lok leiksins þegar leikmenn fögnuðu saman.
,,Þið gátuð séð viðbrögð okkar eftir leikinn. Það mátti sjá hvað þetta þýddi fyrir okkur. En þetta var ekki einungis á vellinum, heldur líka inní búningsherbergi. Við erum mjög, mjög ánægðir vegna þess að þetta var stórleikur. Þetta voru aðeins þrjú stig en líka sigur í miklum nágrannaslag."
,,Þetta hefur mikla þýðingu fyrir menn eins og Jamie Carragher og Steven Gerrard, en einnig fyrir aðra leikmenn líka, við skiljum allir hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir stuðningsmenn okkar."
Leikurinn var ekta nágrannaslagur þar sem fjöldinn allur af umtöluðum atvikum átti sér stað. Dómarinn hafði í mörgu að snúast og þó svo að Everton hafi ekki fengið vítaspyrnu í þau tvö skipti sem þeim fannst að hefði mátt flauta, segir Dirk að dómarinn hafi ekki gert mikið af mistökum í leiknum.
,,Það var mikið af erfiðum ákvörðunum fyrir dómarann og ég gat ekki séð hvort þetta var víti, þaðan sem ég stóð, undir lok leiksins. En Jamie sagði mér eftir á að þetta hefði ekki verið víti og þarna hefðu bara verið tveir karlmenn að kljást þannig að ég trúi honum."
,,Sumir segja að gula spjaldið sem ég fékk hafi litið illa út. En ég var bara að reyna að taka boltann og ég vildi ekki snerta leikmanninn og það tókst. Kannski var ég pínulítið heppinn en ég var aldrei að reyna að snerta leikmanninn, þetta var gult spjald og ég sætti mig við það."
,,Við eigum mikilvæga leiki í vændum, Besiktas og Arsenal, og okkar markmið er aðeins eitt, að vinna báða leikina."
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!