Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Þá er þessi síðasta landsleikjahrina að baki og nú er aftur komið að því að fylgjast með leikmönnum Liverpool skarta rauða búningnum. Næsti leikur er einn af þessum sem allt snýst um tvisvar á hverri leiktíð í Liverpool. Fyrri deildarrimma Liverpool og Everton stendur fyrir dyrum. Sumir telja leikinn koma á góðum tíma fyrir Liverpool á meðan aðrir telja svo ekki vera. Ég held á hinn bóginn að það skipti engu máli hvenær leikir þessara gömlu keppinauta fari fram. Það ætti að minnsta kosti ekki að skipta neinu máli. Það eina sem máli skiptir er borgarstoltið. Það fást bara þrjú stig fyrir sigur í þessum leik eins og öllum öðrum. Reyndar færir sigur í leik gegn Everton meiri gleði en flestir aðrir sigrar en það er önnur saga.
Ef ég væri að undirbúa leikmenn Liverpool fyrir leikinn á morgun þá myndi ég festa blaðagrein þá er Alan Stubbs, leikmaður Everton, lét frá sér fara fyrr í vikunni upp á vegg búningsklefa gestaliðsins á Goodison Park. Ef leikmenn Liverpool þurfa meira til að komast í vígamóð þá veit ég ekki hvað það ætti að vera. Í fyrrnefndri grein sagði Alan að Liverpool myndi ekki vinna enska meistaratitilinn á þessari leiktíð. Hann gagnrýndi líka þann árangur sem Rafael Benítez hefur náð í deildinni á stjórnartíð sinni. Gott og vel. Hver og einn hefur rétt á sínum skoðunum og ekki skal dregið úr rétti Alan til að tjá sig um málefni Liverpool. En leikmenn Liverpool fá í þessum leik fullkomið tækifæri til að láta þennan mikla Bláliða kyngja orðum sínum!
Liverpool gegn Everton á síðustu sparktíð: Liverpool fékk skell á Goodison Park. Ekki nóg með að liðið hafi fengið skell heldur var þetta versta tap Liverpool fyrir Everton í rúma fjóra áratugi. Allt gekk á afturfótunum hjá þeim Rauðu en dagurinn hefði ekki getað verið betri fyrir þá Bláu.
Spá Mark Lawrenson
Everton v Liverpool
Þetta er ekki góður tími fyrir liðin til að ganga á hólm í Merseyside derby. Leikmenn úr báðum liðum hafa verið vítt og breitt um Evrópu síðustu dagana. Ekki bætir úr skák að leikmenn liðanna hafa átt í erfiðleikum með að sýna stöðugleika síðustu vikurnar. Það er ólíklegt að sjónvarpsáhorfendur fái skemmtilegan leik og ég sé ekkert annað fyrir mér en að allt verði hér stál í stál.
Úrskurður: Everton v Liverpool 1:1.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!