Titillinn ekki á leiðinni á Anfield
Alan Stubbs, hinn gamalreyndi varnarmaður Everton, segir að Liverpool muni ekki vinna ensku Úrvalsdeildina á þessu tímabili. Stubbs undirbýr sig nú af kappi fyrir nágrannaslaginn komandi laugardag.
Ef Everton vinnur leikinn þá verða þeir jafnir Liverpool að stigum og það er eitthvað sem fáir Púllarar sætta sig við.
Stubbs segist ekki hafa gleymt ummælum Benítez í febrúar eftir leik liðanna en þá sagði Benítez að Everton væru lítið félag. Vonast Stubbs til að minna Benítez á að leikmenn Everton líta ekki á sig sem leikmenn hjá litlu félagi.
,,Auðvitað þýðir nágrannaslagurinn jafn mikið fyrir Liverpool eins og Everton," sagði Stubbs. ,,Ef það væri ekki svo þá væri Liverpool í stórum vandræðum. Ef manni er sama hvort maður vinni eða tapi gegn nágrönnunum þá ætti maður að athuga sinn gang."
,,Við lítum ekki á okkur sem lítið félag, alls ekki. Ef þeim finnst þeir vera það mikið stærri en við þá ættu þeir að hafa staðið sig betur. Til dæmis með því að vinna deildina. Þegar maður eyðir svona miklum pening, 40-50 milljónum punda, þá myndi maður búast við því að vera nærri því að vinna titilinn en þeir hafa verið."
,,Þetta er það sem stuðningsmenn Liverpool myndu segja ef þeir væru spurðir. Við sigruðum þá síðast á Goodison 3-0 og svoleiðis vinnur maður ekki með heppni."
Stubbs, sem var valinn maður leiksins gegn Liverpool á Anfield í febrúar, bendir á að hann ber virðingu fyrir því starfi sem Benítez hefur unnið af hendi hjá Liverpool frá því að hann tók við árið 2004 en hann telur að liðið sé enn ekki nógu sterkt til að verða meistarar.
,,Ég held að Manchester United munu verða meistarar og Arsenal munu gera harða atlögu að titlinum. United eru nú þegar nærri toppnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað vel. Arsenal voru vanir því að treysta á Thierry Henry of mikið. Án hans hafa ungu strákarnir stigið skrefið framávið. Varðandi Liverpool þá veit ég ekki hvort Benítez hafi fundið sitt besta lið ennþá. Ég veit ekki hvort hann hafi náð því jafnvægi sem hann er að leita að."
,,Hann segir að hann muni velja þá leikmenn sem líta vel út á æfingum. Ég held að stundum þá er maður með leikmenn sem standa sig vel á æfingum en ekki í alvöru leik. Stundum er maður svo með leikmenn sem eru ekki góðir á æfingum en miklu betri útá vellinum sjálfum. Benítez hefur unnið gott starf síðan hann kom en ég held að margir stuðningsmenn Liverpool séu orðnir pirraðir. Þeir vilja vera í baráttu um titilinn en undanfarið hefur liðið gert jafntefli á heimavelli við lið sem þeir eiga að vinna þar og það er vegna þess að leikmenn hafa verið hvíldir."
,,Ég vona að hann velji rangt lið gegn okkur en að mínu mati er Steven Gerrard einn besti miðjumaður í heimi."
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!