Minnir á Ian Rush
"Hann minnir á Ian Rush" - Hrósið verður varla stærra. Steven Gerrard hreifst af frammistöðu Fernando Torres gegn Reading í deildarbikarnum í gær: "Ég veit að Ian Rush var frábær framherji og sem fyrirIiði vil ég ekki setja of mikla pressu á hann til þess að skora mörk. Rushie lagði hart að sér í hverjum leik, varðist vel og var stöðugt að atast í andstæðingum. Fernando gerir slíkt hið sama. Ef við höldum áfram að gefa stungur inn fyrir vörnina og verum duglegir að koma boltanum á hann mun hann eflaust klára færin sín eins og hann hefur þegar sýnt að hann getur."
Gerrard er einnig hrifinn af því hversu góða sjálfsstjórn Fernando hefur: "Andre Bikey og Michael Duberry tækluðu hann allan leikinn sundur og saman en hann lét aldrei bugast og réðst bara til atlögu á ný. Mörkin hans voru frábær en vinnusemi hans er það besta við hann. Ég vissi að hann væri snöggur en vinnusemi hans og skapferli hefur komið mér á óvart."
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu

