Carra hælir Fernando
Jamie Carragher var fyrirliði Liverpool í kvöld þegar liðið sló Reading út úr Deildarbikarnum. Fernando Torres fór á kostum og skoraði þrennu. Það var því ekki að undra að Carra hældi Spánverjanum eftir leikinn.
"Hann vann leikinn fyrir okkur. Þetta var jafn og erfiður leikur en framganga hans skipti sköpum. Hann afgreiddi mörkin sín frábærlega. En hann gerir meira en að skora mörk því hann vinnur mjög vel fyrir liðið. Hann hefur byrjað frábærlega hérna hjá félaginu."
Jamie, sem lék sinn 476. leik með Liverpool, átti góðan leik í vörninni og hann var ánægður með leikinn.
"Það var gaman að taka þátt í þessum leik. Þetta var dæmigerður bikarleikur og leikmenn Reading lögðu sig alla fram. Fyrir þennan leik vorum við búnir að gera þrjú jafntefli en við höfum enn ekki tapað á þessari leiktíð og það er ekki sem verst. Ég er bara ánægður með að við séum komnir í næstu umferð. Við viljum gera okkar allra besta í öllum keppnum sem við tökum þátt í."
-
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur

