| Sf. Gutt

Af Asíukeppninni

Asíukeppninni lauk um helgina. Harry Kewell, eini fulltrúi Liverpool, lauk keppni í átta liða úrslitum en það er rétt og skylt að greina frá því hvernig keppninni lyktaði.

Írak og Saudi Arabía léku til úrslita í Jakarta. Svo fór að Írak vann 1:0. Younes Mahmoud skoraði eina markið. Þetta er í fyrsta sinn sem Írak verður Asíumeistari landsliða.

Suður Kórea hreppti þriðja sætið eftir að hafa unnið Japan 6:5 í vítaspyrnukeppni. Liðin skoruðu ekkert mark í framlengdum leik.

Harry Kewell var eini fulltrúi Liverpool í Asíukeppninni. Hann lék alla fjóra leiki Ástrala og skoraði eitt mark. Ástralir féllu úr leik fyrir Japönum, sem áttu titil að verja, í átta liða úrslitum.

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan