Carra líkar það sem hann hefur séð af Úkraínumanninum
Úkraínski framherjinn Andriy Voronin sem að gekk til liðs við Liverpool á frjálsri sölu frá Bayer Leverkusen nú í sumar hefur heillað marga stuðningsmenn félagsins með mjög góðum árangri í þeim æfingaleikjum sem að liðið hefur leikið í sumar. Hann hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum og spilað geysilega vel.
Jamie Carragher sagði þetta við opinbera heimasíðu Liverpool: "Hann spilaði mjög vel. Hann er reyndur landsliðsmaður og leikur þar við hlið Andriy Shevchenko og stendur sig mjög vel. Aðalmálið þessa stundina er að koma sér í form og vera tilbúinn fyrir tímabilið og vonandi getur hann haldið uppteknum hætti í deildinni.
Hann skoraði tvö flott mörk í Sviss á móti Werder Bremen og var mjög hættulegur gegn Crewe. Það yrðu frábærar fréttir fyrir okkur ef að honum tekst að halda þessu áfram í deildinni."
-
| Sf. Gutt
Einn eitt frábært Evrópukvöld! -
| Sf. Gutt
Stórgóð byrjun! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir