| Sf. Gutt

Af Suður Ameríkukeppninni

Liverpool á tvo fulltrúa í Suður Ameríkukeppni landsliða. Annar þeirra hóf keppni í nótt að okkar tíma. Þetta var Mark Gonzalez sem var í byrjunarliði Chíle gegn Ekvador. Mark lék á vinstri kantinum og spilaði allan leikinn. Chíle vann 3:2 sigur. Ekvador náði tvívegis forystu en Chíle jafnaði jafn oft og skoraði svo sigurmarkið undir lok leikins.

Chíle spilar í riðli með ríkjandi meisturum Brasilíu og Mexíkó. Þær þjóðir leiddu líka saman hesta sína í nótt. Úrslit urðu nokkuð óvant því Mexíkó vann 2:0.

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan