Kewell getur ekki beðið
Harry Kewell getur ekki beðið eftir því að nýtt tímabil hefjist og hlakkar hann mikið til að berjast um sæti í liðinu á nýrri leiktíð.
Kewell, sem aðeins tók þátt í þrem leikjum á síðasta tímabili eftir að hafa meiðst á HM í fyrrasumar, hefur náð sér að fullu og mun nú taka þátt í Asíukeppninni með Ástralíu seinna í sumar.
,,Ég er í mjög góðu standi. Líkami minn náði að slaka á þessa 11 mánuði sem ég var frá og ég jafnaði mig á öllum meiðslum. Ég er kominn til baka, mér líður vel og ég get ekki beðið eftir að byrja." Sagði Kewell í viðtali í Ástralíu.
,,Þetta var erfitt engu að síður, Benítez veitti mér stuðning í gegnum þetta alltsaman. Ég var að sjálfsögðu ekki ánægður á meðan ég var meiddur en þetta gerðist engu að síður og því var ekki breytt. Ég á ár eftir af samningi mínum með Liverpool og ég get ekki beðið eftir því að tímabilið byrji aftur."
,,Í raun má kannski segja að þetta hafi verið gott vegna þess að ég þurfti á hvíldinni að halda. Ég var búinn að vera lengi að fram að meiðslunum. Ég var í 11 mánuði frá en að sjálfsögðu var ég að í endurhæfingu. Hvíldin var engu að síður fullkomin og þau gætu lengt feril minn um tvö eða þrjú ár kannski."
Landslið Ástralíu spila vináttuleik næstkomandi laugardag, þann 30. júní og Asíukeppnin byrjar svo þann 8. júlí með leik gegn Oman. Það er óskandi að Kewell meiðist ekki í þessari keppni og að hann geti byrjað á fullu þegar nýtt tímabil hefst í ensku deildinni þann 11. ágúst.
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina