Daniele Padelli heldur heim til Ítalíu
Markvörðurinn Daniele Padelli verður ekki áfram hjá Liverpool. Hann heldur nú heim til Ítalíu. Liverpool átti þess kost, nú í lok lánssamningsins, að kaupa Daniele en forráðamenn félagsins ákváðu að notfæra sér ekki þann möguleika.
Í janúar kom Daniele Padelli í láni til Liverpool frá Sampdoria og þangað fer hann núna. Ítalinn lék sinn eina leik með aðalliði Liverpool í síðasta deilarleik leiktíðarinnar þegar Liverpool gerði 2:2 jafntefli við Charlton Athletic á Anfield Road. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í þeim leik og mátti meðal annars hirða boltann úr netinu eftir aðeins tvær mínútur. Daniele lék að auki sjö leiki með varaliði Liverpool. Daniele þykir efnilegur markvörður og hefur leikið með undir 21. árs liði Ítala.
Þrátt fyrir stutta dvöl hjá Liverpool náði Daniele að komast í annála Liverpool Football Club og þar mun nafn hans vera skráð um aldur og ævi. Hann varð fyrstur Ítala til að leika með aðalliði Liverpool! Sá heiður verður aldrei af honum tekinn!
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!