| Sf. Gutt

Hugsaði mig ekki um!


Adam Lallana hugsaði sig ekki um þegar honum bauðst nýr samningur við Liverpool. Enski landsliðsmaðurinn segist stoltur yfir því að framkvæmdastjórinn og aðrir forráðamenn félagsins hafi svona mikla trú á honum. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com.

,,Ég er mjög stoltur og í raun er ég auðmjúkur yfir þeirri trú sem félagið og sérstaklega framkvæmdastjórinn hafa á mér. Það er stór stund að gera samning við félag eins og Liverpool en að fá nýjan samning sýnir að maður hefur staðið sig nógu vel til að fólkið sem tekur ákvarðanir hérna vill hafa þig áfram."


,,Það er mjög gott að vera hérna núna. Ég veit ekki um betra félag til að vera hjá til framtíðar ef maður, sem knattspyrnumaður, vill taka þátt í einhverju einstöku. Vð erum með stórgóðan leikmannahóp sem á bara eftir að batna eftir því sem við verðum lengur saman. Framkvæmdastjórinn er í heimsklassa  og það sama má segja um þjálfaraliðið. Liverpool býr líka að því að eiga frábæran hóp stuðningsmanna sem geta skipt sköpum og ef við náum að njóta velgengni myndi það hafa gríðarlega þýðingu fyrir þá. Ég er hæstánægður með að vera áfram hluti af þessu öllu!"

Adam Lallana hefur leikið stórvel á þessari leiktíð og vonandi heldur hann áfram að bæta sig. 

Hér má sjá myndir af ferli Adam Lallana hjá Liverpool af Liverpoolfc.com.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan