Andrea Dossena

Fæðingardagur:
11. september 1981
Fæðingarstaður:
Lodi, Ítalía
Fyrri félög:
Hellas Verona, Udinese, Treviso FBC
Kaupverð:
£ 7000000
Byrjaði / keyptur:
07. júlí 2008
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Ítalski vinstri bakvörðurinn Andrea Dossena er næst dýrasti varnarmaður félagsins en hann var keyptur sumarið 2008 og kom hann inní liðið þegar John Arne Riise var seldur til Roma.

Dossena byrjaði feril sinn með Hellas Verona þá 14 ára að aldri og spilaði hann með unglingaliðum félagsins áður en hann átti fjögur tímabil með aðalliðinu.

Hann fékk stóra tækifærið þegar Udinese keypti hann árið 2005 en hann var reyndar strax lánaður til Treviso FBC í eitt ár.
Hann sneri aftur á Stadio Friuli fyrir tímabilið 2006-2007 og spilaði það vel að hann var valinn í ítalska landsliðið. Á síðustu leiktíð, þrátt fyrir að leikirnir hafi ekki verið margir hjá þessum sterka Ítala, þá tókst honum að vinna sér inn fast sæti í leikmannahópi ítalska landsliðsins og hefur hann varla vikið úr honum síðan.

Á síðustu leiktíð lék Dossena 26 leiki og skoraði í þeim tvö mörk, bæði þeirra voru stórglæsileg og komu í stórsigrum Liverpool á Manchester United og Real Madrid.

Tölfræðin fyrir Andrea Dossena

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 16 - 1 2 - 0 1 - 0 7 - 1 0 - 0 26 - 2
2009/2010 2 - 0 0 - 0 1 - 0 2 - 0 0 - 0 5 - 0
Samtals 18 - 1 2 - 0 2 - 0 9 - 1 0 - 0 31 - 2

Fréttir, greinar og annað um Andrea Dossena

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil