Dossena ánægður á Anfield
Andrea Dossena hefur ekki alveg staðið undir væntingum á Anfield í vetur. Hann viðurkennir að fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir en nú viti hann til hvers sé ætlast af honum.
Dossena kom frá Udinese síðastliðið sumar og hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar. Hann er þó í náðinni hjá ítalska landsliðsþjálfaranum sem valdi hann í hópinn sinn fyrir æfingaleik gegn Brasilíu, sem fer fram í London.
"Fyrstu sex mánuðirnir voru ekki auðveldir fyrir mig því að ítalskur fótbolti er mjög frábrugðinn þeim enska. En nú veit ég hvað Benítez vill fá frá mér."
Og hann segir að Liverpool muni berjast við United um titilinn þangað til yfir lýkur. "United er sterkt lið, gott lið, en við erum Liverpool Football Club. Við viljum vinna og við munum reyna að vinna okkar leiki þangað til tímabilinu lýkur. Við viljum vera á toppnum."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum