Pennant ósáttur við að vera ekki valinn
Jermaine Pennant var einn af fáum leikmönnum Liverpool sem kom út úr tapleiknum gegn AC Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar, og átti gott hrós skilið fyrir frammistöðu sína í leiknum og var búist við því að hann fengi tækifæri með enska landsliðinu þegar það mætir Brasilíu og Eistlandi. Hinsvegar þá var hann ekki kallaður í landsliðshópinn heldur var fyrrum fyrirliði landsliðsins David Beckham boðaður inn.
"Ég vonaðist til þess að vera farinn að banka á landsliðsdyrnar vegna þess að ef þú spilar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir hönd Liverpool og ert ekki farinn að banka á landsliðsdyrnar þá er eitthvað að." sagði Pennant við The People.
"Sem leikmaður þá var frábært fyrir mig að leika í úrslitaleiknum og það sló mig ekkert útaf laginu, og það hefði verið frábært hefði ég verið valinn í landsliðshópinn svo ég er vitaskuld vonsvikinn."
"Eftir að hafa haft nokkur vandamál þá var snérist það allt við á síðasta tímabili og ég hef meðal annars leikið til úrslita í stærstu keppni heims og endaði í þriðja sæti í ensku Úrvalsdeildinni, ég hefði ekki getað búist við meiru. Það hefði samt verið frábært að fá að leika fyrir England og enda tímabilið á þann hátt."
-
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst