Ég get verið svar Liverpool við Ronaldo!
Hinn 24 ára gamli kanntmaður Liverpool Jermaine Pennant byrjaði tímabil sitt hjá Liverpool ekki nægilega vel og var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. Undanfarna mánuði hefur hann svo sannarlega vísað þessum gagnrýnisröddum á bug og staðið undir þessum £6.7 milljónum punda sem hann var keyptur á frá Birmingham City síðastliðið sumar.Jermaine Pennant bendir á að nýkrýndur 'leikmaður ársins' og 'besti ungi leikmaður ársins' í ensku Úrvalsdeildinni, Cristiano Ronaldo, þurfti þó nokkurn tíma til að verða helsti ógnvaldur liða í Úrvalsdeildinni. Pennant er vongóður um að geta verið jafn mikilvægur sínu liði og Ronaldo er fyrir Manchester United.
"Mér finnst ég vera kominn með grunn til að byggja á og geta leikið lykilhlutverk fyrir félagið. Það er alltaf erfitt að koma inní nýtt félag og byrja strax að hafa mikil áhrif fyrir liðið, sama hversu mikið þú leggur á þig. Það er ekki alltaf sem að leikmaður kemur í stórlið og byrjar strax að blómstra." sagði Pennant.
"Ef þú skoðar Cristiano Ronaldo þá var hann engin áhrifavaldur hjá Man Utd fyrsta tímabilið eftir að hann kom þangað. Það tók hann rúmlega eitt og hálft tímabil í að sýna hvers hann er megnugur."
"Nú er ég hér, búinn að venjast hraðanum, leikmönnunum, stjóranum og hvernig við spilum og þess háttar. Mér finnst þetta vera einmitt það sem ég þarf til að springa út á næsta tímabili."
Pennant bætti svo við: "Ég hef ekki enn unnið titil með Liverpool, en þegar ég vinn mína fyrstu medalíu með Liverpool sem að verður vonandi sem Evrópumeistari, þá get ég haldið höfðinu hátt og verið stoltur þegar ég segist hafa verið hluti af sigurliði."
"Það gerir þig tíu metra háan að geta sagst leika fyrir Liverpool. Ég var í botnbaráttunni í fyrra, svo ég veit hvernig það er að vera á hinum enda töflunnar og það gerir það að verkum að maður metur þetta tækifæri enn betur."
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu

