| Ólafur Haukur Tómasson

Benítez hrósar Kewell

Harry Kewell sem kom inná sem varamaður í seinni hálfleik í leik Liverpool og Charlton lagði upp mark fyrir Xabi Alonso og skoraði sjálfur úr vítaspyrnu rétt undir lok leiksins og náði stigi fyrir Liverpool, en það stig tryggði Liverpool þriðja sæti deildarinnar.

Kewell hefur verið meiddur allt tímabilið og hefur tekið þátt í tveimur síðustu leikjum og stimplað sig vel inn þótt hann hafi ekki leikið mikið. Hann átti magnaðan leik gegn Charlton eins og áður segir og skoraði mark, lagði annað upp og átti tvö hörku skot, annað í slánna og Randolph markvörður Charlton varði hitt á ótrúlegan hátt.

"Kewell stóð sig frábærlega. Hann reyndi að taka menn á, átti skot og skoraði mark sem er mjög gott fyrir okkur." sagði Rafa Benítez.

"Hann hefur verið að æfa vel og við sjáum hvernig hann verður þegar við förum í æfingabúðirnar. Hann er í myndinni fyrir úrslitaleikinn og hann gæti kanski verið á bekknum en við sjáum til."

"Annað jákvætt sem við getum tekið úr leiknum er að við enduðum í þriðja sæti og enginn af leikmönnum okkar meiddist. Við lékum ekki vel og gerðum alltof mikið af mistökum í varnarleiknum en þessi dagur snérist fyrst og fremst um Robbie Fowler og það var frábært að sjá stuðningmennina fagna honum svona."

"Það hefði verið frábært hefði Robbie skorað fyrir framan The Kop og það var synd að við skyldum hafa fengið vítaspyrnuna rétt eftir að hann var farinn útaf. Ég vildi að Robbie fengi lof í lófa frá stuðningsmönnunum, það var þess vegna sem ég tók hann útaf en það var synd að hann skyldi hafa misst af því."

Það er víst að það er mikil viðbót að fá Harry Kewell aftur og er þetta ekki ósvipað því og að fá nýjann leikmann enda búinn að vera fjarverandi allt tímabilið.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan