Makleg málagjöld
Enska knattspyrnusambandið dæmdi í dag Michael Brown, leikmann Fulham, í þriggja leikja bann. Hann skallaði Xabi Alonso viljandi í leik Liverpool og Fulham á Graven Cottage á laugardaginn. Þetta gerðist í fyrri hálfleik í leiknum. Leikmennirnir börðust um boltann. Boltinn barst frá þeim og dómarinn leit frá. Um leið skallaði Michael Xabi í andlitið svo úr blæddi. Það ótrúlega var að hvorki dómarinn né aðstoðarmenn hans sáu neitt. Reyndar gat dómarinn ekki séð atvikið því hann leit undan. Með réttu hefði Michael átt að vera rekinn af leikvelli. Reyndar sagði Michael að hann hefði rekist óviljandi í Xabi en ég efast um að nokkur maður trúi því. Rafael Benítez var fjúkandi reiður út af þessu atviki eftir leikinn. "Þetta var augljóst og allir sáu það. Ef þeir sem dæmdu leikinn hefðu séð atvikið hefði það getað breytt leiknum."
Það var svo nú eftir helgina að Enska knattspyrnusambandið ákærði Michael Brown fyrir atvikið. Úrskurðurinn birtist í dag. Michael fær þriggja leikja bann og verða það að teljast makleg málagjöld þó þau gagnist Liverpool ekki neitt úr því sem komið er. En rétt skal vera rétt.
-
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega -
| Sf. Gutt
Jafnt í Manchester -
| Sf. Gutt
Bestur tvo mánuði í röð! -
| Sf. Gutt
Fjórir tilbúnir eftir hvíld -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir