| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Annað deildartapið í röð. Það þurfti þrjá bolta til að ljúka þessum leik. Þetta er leikur Liverpool og Fulham í hnotskurn.

- Stuðningsmenn Liverpool fjölmenntu til London og höfðu með sér borða til að minna viðstadda á tilvonandi ferð til Aþenu!

- Aðeins tvær af hetjunum frá því í sigrinum á Chelsea hófu líka þennan leik. Það voru Jose Reina og Jemaine Pennant.

- Liverpool tapaði þarna aðra leiktíðina í röð á Graven Cottage. Fulham vann 2:0 sigur á síðustu leiktíð.

- Steve Finnan lék á sínum gamla heimavelli. Stuðningsmenn Fulham klöppuðu vel fyrir honum þegar hann kom inn á sem varamaður.

- Þetta var 180. leikur Steve Finnan með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark í þeim leikjum.

- Harry Kewell kom inn sem varamaður og lék sinn fyrsta leik á leiktíðinni.

- Þetta var fyrsti leikur hans með aðalliði Liverpool frá því hann fór meiddur af leikvelli í úrslitaleik F.A. bikarsins gegn West Ham United þann 13. maí í fyrra.

- Það þurfti þrjá bolta til að ljúka leiknum. Tveimur var sparkað út af vellinum, yfir stúkuna og sáust ekki meir.

Jákvætt:-) Liverpool lék góðan sóknarleik í fyrri hálfleik og það var með ólíkindum að liðið skyldi ekki gera út um leikinn þá. Enn sýndi Sami Hyypia góðan leik. Argentínumennirnir Gabriel Palletta og Emiliano Insua stóðu sig vel í vörninni. Það var gott að sjá Harry Kewell aftur spila fótbolta.

Neikvætt:-( Það var alveg með ólíkindum að einhver þeirra sem dæmdu leikinn skyldu ekki sjá þegar Michael Brown skallaði Xabi Alonso í andlitið í fyrri hálfleik. Sóknarmenn Liverpool fóru illa með góð færi og fyrir bragðið tapaðist leikurinn.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan