| Sf. Gutt

Jose Reina er heill heilsu

Jose Reina varð fyrir meiðslum á öxl gegn Fulham um helgina. Eðlilega ollu þessi meiðsli áhyggjum í herbúðum Liverpool enda stutt í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Eftir nákvæma ómskoðun hefur verið tilkynnt að meiðslin séu ekki alvarleg og Jose hefur verið úrskurðaður leikfær.

Þótt Jose Reina sé leikfær þá er ekki víst að honum verði hætt í síðasta deildarleiknum gegn Charlton Atheletic á sunnudaginn. Allt eins er víst að Jerzy Dudek fái þá tækifæri til að spila sinn síðasta leik með Liverpool og kveðja Anfield Road!

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan