| Sf. Gutt

Alveg sama

Jamie Carragher átti stórleik í sínum 90. Evrópuleik í gærkvöldi þegar Liverpool sló Chelsea út í Meistaradeildinni. Hann segir það mikið afrek hjá Liverpool að komast í úrslitaleikinn. Honum er hins vegar alveg sama hvaða liði Liverpool mætir í Aþenu þann 23. maí.

 "Það er mikið afrek að leggja lið eins og Chelsea að velli í tveimur leikjum. Við töldum að það yrðu ekki mörg marktækifæri í leiknum og sú varð raunin. Sem betur fer fyrir okkur þá skoraði Daniel frábært mark. Þegar þetta fór í vítaspyrnukeppni vissum við að við hefðum einn besta markvörð í heimi og þess vegna áttum við alltaf möguleika.

Auðvitað höfðum við stuðningsmenn okkar með okkur. Þeir stóðu sig enn og aftur með sóma. Þeir voru frábærir frá upphafi til enda og sönnuðu aftur hversu mikilvægir þeir eru.

Það er frábært að komast aftur í úrslitaleikinn og við ætlum að njóta þeirrar staðreyndar að við erum aftur komnir í hann. Þetta er þriðja árið í röð sem við sigrum Chelsea í undanúrslitum.

Það skiptir engu gegn hvaða liði við leikum. Núna getum við allir slappað af og horft á leikinn á miðvikudagskvöldið."

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan