Xabi telur stuðning áhorfenda mikilvægan
Xabi Alonso telur stuðning áhorfenda á Anfield Road í kvöld vera mikilvægan fyrir leikmenn Liverpool. Hann segir að Liverpool þurfi að leika miklu betri sóknarleik en í fyrri leiknum við Chelsea.
"Stuðningsmenn okkar geta leikið mjög stórt hlutverk. Þeir geta fært okkur trú á okkur. Það er alltaf mikill viðburður að spila á Anfield á Evrópukvöldi. Áhorfendur þar geta veitt okkur þá hvatningu og þann kraft sem við þurfum til að vinna leikinn. Þetta er alger stórleikur. Við höfum alla einbeitingu okkar á leiknum og höfum sjálfstraust í hann.
Við gerðum nokkur mistök í fyrri leiknum á Stamford Bridge og það olli okkur vonbrigðum hvernig við spiluðum í þeim leik því við sóttum ekki nóg. Við verðum að spila betri sóknarleik í þetta skiptið og við verðum að skora mark. Það er mikilvægt að fá ekki mark á sig en við höfum fulla trú á að við getum skorað tvö mörk. Við unnum þá 2:0 í Úrvalsdeildinni á Anfield á þessari leiktíð. Þá skoruðum við tvö mörk í fyrri hálfleik og lékum mjög vel."
Fyrir tveimur árum mátti Xabi sitja uppi í stúku þegar Liverpool og Chelsea léku seinni leik sinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann var þá í leikbanni. Líklegt er að hann spili með í kvöld. Fyrir tveimur árum fagnaði hann eftir leikinn, úti á vellinum með félögum sínum, í borgaralegum klæðum. Vonandi verður það sama uppi á teningnum í kvöld nema hvað Xabi verði í rauða einkennisbúningnum!
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum