| Grétar Magnússon

Scott Carson leikmaður ársins hjá Charlton

Scott Carson, markvörðurinn ungi, hefur verið valinn Leikmaður ársins af stuðningsmönnum Charlton.  Scott Carson hefur spilað hvað best allra leikmanna Charlton sem hafa verið í bullandi fallbaráttu allt tímabilið.

Scott Carson varð fyrsti leikmaðurinn sem er á láni hjá Charlton sem hlýtur þennan heiður en Darren Bent, sigurvegari síðasta árs, varð í öðru sæti.

Það er því augljóst að Scott Carson er markvörður framtíðarinnar. Vonandi nær Liverpool að halda honum innan sinna raða.

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan