Hundrað og þrjúhundruð
Tveir leikmenn munu væntanlega ná markverðum áfanga á ferli sínum með félaginu taki þeir einhvern þátt í leiknum gegn Wigan á morgun, laugardag.
John Arne Riise mun spila sinn 300. leik fyrir félagið og mun þar með verða 55. leikmaðurinn í sögu félagsins sem nær þeim merka áfanga. Riise var keyptur frá franska liðinu Monaco árið 2001 af Gerard Houllier og hefur oftar en ekki glatt augu stuðningsmanna með frábærum þrumufleygum.
Pepe Reina mun spila sinn 100. leik fyrir félagið og nær hann því takmarki á innan við tveim tímabilum sem telst vera gott. Eins og menn muna var Reina keyptur frá spænska liðinu Villarreal árið 2005. Tveir aðrir Spánverjar hafa náð því að spila 100 leiki fyrir félagið en það eru þeir kumpánar Luis Garcia og Xabi Alonso, en þeir voru keyptir til félagsins árið 2004.
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!