| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Það varð fljótt um vörn Liverpool á F.A. bikarnum að þessu sinni. Þetta er leikur Liverpool og Arsenal í hnotskurn.

- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum.

- Arsenal hefur unnið F.A. bikarinn tíu sinnum.

- Þarna mættust sigurvegarar í F.A. bikarnum frá síðustu tveimur árum. Liverpool vann keppnina 2006 en Arsenal 2005.

- Liðin mættust síðast í keppninni leiktíðina 2001/2002. Arsenal vann þá 1:0 á Highbury.

- Þá var Liverpool líka að verja bikarinn en líkt og nú þá bundu Skytturnar endi á vörn bikarsins.

- Liverpool hefur aldrei varið F.A. bikarinn.

- Reyndar gengur liðinu vanalega heldur illa í keppninni eftir að hafa unnið hana. Liverpool hefur aðeins einu sinni, sem ríkjandi bikarmeistarar, náð að komast lengra en í 4. umferð í F.A. bikarnum.

- Aðeins sex lið hafa náð að verja F.A. bikarinn í 126 ára sögu keppninnar. Þessi lið eru The Wanderers, Blackburn Rovers, Newcastle United, Tottenham Hotspur og Arsenal.

- Þetta var í tólfta sinn sem liðin hafa lent saman í F.A. bikarnum. Liverpool hefur fimm sinnum haft betur en þetta var í sjöunda sinn sem Skytturnar fara með sigur af hólmi.

- Dirk Kuty skoraði áttunda mark sitt á leiktíðinni. Hingað til hafði hann bara skorað í deildarleikjum.

- Stuðningsmenn Liverpool sýndu, fyrir leik og á meðan á honum stóð, samstöðu með þeim sem eiga um sárt að binda vegna harmleiksins á Hillsborough. Í byrjun leiks var hrópað "réttlæti" í um það bil sex mínútur. Það var sá tími sem leikinn var á Hillsborough um árið áður en leikurinn var flautaður af.

Jákvætt:-) Liverpool lék ekki sem verst þegar allt er skoðað og leikmenn liðsins sýndu mikla baráttu. Linnulaus sókn í síðari hálfleik sýndi styrk liðsins. Stuðningsmenn Liverpool voru frábærir og mögnuðu upp rafmagnaða stemmningu. 

Neikvætt:-( Það var ömurlegt að Liverpool skyldi ekki komast lengra í F.A. bikarnum og þá sérstaklega þar sem liðið átti titil að verja.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Dirk Kuyt. Lagði, eins og venjulega, gríðarlega hart að sér fyrir liðið og skoraði gott mark. Hollenski sóknarmaðurinn verðskuldaði ekki að vera í tapliði.

2. Xabi Alonso. Hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik og reyndi að hvetja félaga sína. 

3. Fabio Aurelio. Lék mjög vel eftir að hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik fyrir John Arne Riise. Brasilíumaðurinn lék vel á vinstri kantinum og var nærri búinn að jafna metin. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan