Alex ekki með PSV
Varnarmaðurinn sterki hjá PSV, Alex, meiddist í leik í hollensku deildinni um helgina og mun ekki geta tekið þátt í leikjunum gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Þetta er mikið áfall fyrir PSV en Alex er þeirra sterkasti varnarmaður og skoraði mikilvægt mark gegn Arsenal í seinni leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar.
Ronald Koeman, stjóri PSV, hafði þetta um málið að segja: ,,Þegar hann var að fara að senda boltann fann hann eitthvað rifna. Við verðum að bíða og sjá en við höldum að hann hafi rifið vöðva."
,,Ef það er raunin, verður hann að teljast heppinn ef hann spilar fleiri leiki á tímabilinu."
Einnig er talið ólíklegt að sóknarmaðurinn Arouna Kone verði með gegn Liverpool en hann meiddist á hné gegn Arsenal síðastliðinn miðvikudag.
Þó svo að sterkir leikmenn PSV séu að hellast úr lestinni skal ekki vanmeta liðið og væntanlega kemur maður í manns stað hjá svona stóru félagi. Það er óskandi að leikmenn Liverpool láti þessar fréttir ekki hafa áhrif á sig í undirbúningnum fyrir þessa stórleiki og vanmeti ekki PSV.
-
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst