Aldrei vitað annað eins!
Þeir George Gillett og Tom Hicks horfðu, í fyrsta sinn, á Liverpool spila á Anfield Road í gærkvöldi. Það var gríðarleg stemmning á leiknum við Barcelona og þeir félagar voru sannarlega heppnir með sinn fyrsta leik á þessum magnaða leikvangi. Báðir sögðust aldrei hafa upplifað annað eins!
Tom Hicks: Þetta er í fyrsta sinn sem ég horfi á leik á Anfield og ég komst að því að allt sem ég hef heyrt um stemmninguna hér var satt og rétt. Þetta var magnað kvöld fyrir alla stuðningsmennina og frábær viðburður. Ég var búinn að heyra mikið um að stuðningsmennirnir hérna væru frábærir. Það voru þeir svo sannarlega og þá sérstaklega þeir sem voru á The Kop. Ég er búinn að sjá alls konar íþróttaviðburði um allan heim en enginn af þeim kemst nálagt þessum hérna í kvöld. Verður alltaf svona gaman þegar ég kem hingað á Anfield?”
George Gillett: “Þetta var rosalegt! Ég hef aldrei áður heyrt eða upplifað annað eins.”
-
| Sf. Gutt
Joel Matip alvarlega meiddur -
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet!