Momo er ekki illa meiddur
Momo Sissoko var borinn útaf gegn Barcelona á miðvikudagskvöldið og leist mönnum ekki á blikuna. Það yrði gríðarlegt áfall að hafa hann ekki með gegn Man Utd og Barcelona á Anfield.
Lítið hefur verið sagt frá meiðslum hans nema það var ein setning á Liverpool Echo vefnum í gær þar sem kom fram að meiðsli hans væru ekki alvarleg. Það var ef til vill góðs viti að ekkert var rætt um þetta á opinbera vefnum.
Rafa tjáði sig loks um Momo í dag og sagði eftirfarandi: "Momo talaði við lækninn og virðist vera í góðum málum. Við munum ákveða hvort hann verði með á morgun eftir æfingu í dag."
Þó að Momo missi af leiknum á morgun gegn Sheffield United er það yfirstíganlegt en það er nauðsynlegt að hann verði til í slaginn gegn United og Barca til að stjórna miðjunni líkt og á Nou Camp.
-
| Sf. Gutt
Algjörlega augljóst! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum