| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Vikan er búin að vera viðburðarík. Fyrst uppnám í Portúgal og svo einn magnaðasti útisigur í Evrópusögu Liverpool. Mörkin í Barcelona skoruðu leikmenn sem áttu að hafa farið langt með að gera út af við hvorn annan í Portúgal. Það er sannarlega aldrei lognmolla í kringum Liverpool!

Á laugardaginn þurfa leikmenn Liverpool aftur að hefja stigasöfnun í deildinni. Liverpool hefur aðeins náð einu stigi úr síðustu tveimur deildarleikjum og Arsenal, sem á leik til góða, er komið á hæla liðsins. Bolton er svo ekki langt undan í fimmta sæti. Skytturnar leika reyndar ekki í deildinni um helgina því þær verða í Cardiff þar sem þær spila við Chelsea í úrslitaleik Deildarbikarsins. Það er því nauðsynlegt að Liverpool nái öllum þremur stigunum gegn Sheffield United. Sigur myndi auka forystu bikarmeistaranna á Arsenal í bili að minnsta kosti. Samkvæmt öllum sólarmerkjum ætti Liverpool að vinna þennan leik en Sheffield United hefur afsannað kenningar margra um að þeir eigi ekki tilverurétt í deild þeirra bestu. Hnífsblöðin eru vissulega í fallbaráttu en leikmenn liðsins eru miklir baráttumenn sem gefast aldrei upp. 

Liverpool v Sheffield United

Þetta eru ánægjulegir dagar hjá Liverpool. Liðið er í loftinu eftir sigurinn í Barcelona á miðvikudaginn. Liðsmenn munu því ekki finna fyrir neinni þreytu. Ég held að Sheffield United muni ekki ráða við pressuna.

Úrskurður: Liverpool v Sheffield United. 2:0.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan