Agger: Við verðum að halda okkur á jörðinni
Liverpool er eina enska liðið sem tekist hefur að sigra Barcelona á heimavelli og það í tvígang. Liverpool tókst fyrst að sigra Barcelona á Nou Camp þegar liðið lék undir stjórn Bob Paisley árið 1976.
Þó Liverpool sé í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn þá krefst Daniel Agger þess að hann og liðsfélagar hans muni ekki tapa einbeitingunni í leik liðanna á Anfield eftir tæpar tvær vikur.
,,Við verðum að passa að halda okkur á jörðinni. Barcelona er mjög góðir heimavið en einnig mjög góðir á útivöllum. Margt getur gerst.
,,Fyrst og fremst var þetta knattspyrnuleikur, en hann var sérstaklega góður fyrst við unnum leikinn. Andrúmsloftið og knattspyrnan sem var leikinn var með því besta sem ég hef upplifað."
,,Þetta er spurning um að vera í réttri stöðu á vellinum og leggja sig allan fram fyrir liðið. Við reyndum að búa til fullt af góðum gagnárásum og mér fannst okkur ganga vel."
Daniel Agger átti mjög góðan leik en fékk óþarfa gult spjald sem að gæti komið í bakið á honum þegar líður á keppnina ef Liverpool tekst að slá Barcelona úr keppninni.
-
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað